Lög félagsins.

 1.gr.Starfsvettvangur Ósmanns er Skagafjörður og varnarþing er á Sauðárkróki.

2.gr.Tilgangur félagsins er að vinna að bættri veiðimenningu og eflingu skotfimi sem almenningsíþróttar.

3.gr.Félagsmenn geta þeir orðið sem eru handhafar skotvopnaleyfis og stjórn hefur samþykkt. Stjórn ákvarðar um inntöku aukafélaga. Félagar teljast þeir einir sem greitt hafa árgjald innan tilskilins tíma og eru ekki gjaldfríir samkvæmt ákvörðun stjórnar.

4.gr.Inntökugjald, árgjald og lykilgjald skal ákveða hverju sinni á aðalfundi. Reikningsárið skal vera almannaksárið og skal árgjald greiðast fyrir tilgreindan eindaga.

5.gr.Enginn félagsmaður á tilkall til hluta af eigum félagsins þótt hann hverfi úr félaginu eða félaginu verði slitið

6.gr.Félagsmönnum ber skylda til að hlýta þeim öryggis - umgengnis og siðareglum sem stjórnin setur á æfingarsvæði félagsins. Stjórn félagsins er heimilt að víkja mönnum úr félaginu fyrir brot á settum reglum og ef þeir vinna gegn hagsmunum félagsins, enda hafi þeim verið veitt áminning.

7.gr.Stjórn félagsins skipa fimm menn sem kjósa skal  á aðalfundi til eins árs í senn. Auk þess skal kjósa tvo menn í varastjórn og tvo skoðunarmenn. Stjórnin skiftir með sér verkum og hefur á hendi allar framkvæmdir félagsins á milli aðalfunda. Stjórninni ber skylda til að standa vörð um sjálfstæði félagsins.

8.gr.Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og skal að öllu jöfnu haldinn eigi síðar en í mars ár hvert, nema stjórn ákveði annað.

9.gr.Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins.

10.gr.Formaður skal boða stjórnarfundi þegar þörf krefur og eru þeir lögmætir ef til þeirra er boðað með minnst tveggja daga fyrirvara. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum..Stjórnin boðar til félagsfundar þegar ástæða þykir til, eða skrifleg ósk frá 5 fullgildum félagsmönnum berst þar um og ásæða fyrir óskinni er tilgreind.

11.gr.Samþykktum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi með samþykki 2/3 hluta atkvæða, enda hafi breytingartillögur verið sendar með fundarboði.

12.gr.Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta atkvæða. Verði félaginu slitið skal sjóðum þess og eignum ráðstafað af 2/3 hluta atkvæða aðalfundarins.

                                             

 

Sauðárkrókur 27. mars 2019.

 

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1015
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 443682
Samtals gestir: 55561
Tölur uppfærðar: 18.6.2024 16:10:54