Bogabraut.

 

Bogabraut.

Öryggisreglur eru einfaldar: þegar bogi er ekki í notkun skal ekki vera ör á streng.

Aldrei má beina ör að öðru en viðurkenndu skotmarki.

Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.

  • Þegar komið er á eða farið frá skotvelli er æskilegt að hafa boga og örvar í þar til gerðum umbúðum og að bogar séu óstrengdir ef kostur er.
  • Bogar skulu ávallt vera í rekka/standi þar til  æfingar hefjast.
  • Æskilegt er að nota viðeigandi persónuhlífar eins og armhlíf og fingurhlíf ef við á.
  • Ganga skal úr skugga um að búnaður sé í lagi og örvar séu heilar áður en æfing hefst.
  • Séu fleiri en einn við æfingar þá er óhemilt að sækja örvar fyrr en allir eru hættir að skjóta. Það er almenna reglan.
  • Óheimilt er að draga og „þurrskjóta“ af boga.
  • Ekki skal leggja ör á streng og draga boga fyrr en staðið er á skotlínu og í skotstefnu brautarinnar.
  • Séu aðrir en skyttur á/við bogabraut ber þeim að vera aftan við skyttur og sýna háttvísi í umgengni.
  • Þegar ör er dreginn úr skotmarki þá skal ganga úr skugga um að enginn sé fyrir aftan skyttu þannig að ekki sé hætta á að örin rekist í viðkomandi  þegar dregið er úr markinu. Mjög mikilvægt að muna þetta.
  • Aðeins má skjóta í skotstefnu brautarinnar á viðurkenndar skotskífur, eða önnur viðurkennd skotmörk. Öll skotmörk í mannslíki eru BÖNNUÐ.
  • Leyft er að nota allar gerði af bogum í bogabraut nema lásboga, og skal handhafi boga geta sýnt fram á grunn færni og þekkingu í notkun hans sé þess óskað.
  • Á ákveðnum lokuðum æfingum geta gilt aðrar reglur, sem eru þá kynntar þátttakendum hverju sinni.
  • Félagsmenn skulu geta framvísað félagsskirteini sé farið fram á það.
  • Brot á reglum og eða umgengni geta varðað brottvísun af svæðinu.

Að æfingu lokinni:

Skal fjarlægja notaðar skotskífur af skotmörkum.

Ónotaðar markskífur, festipinnar, standar og annar búnaður skal settur á sinn stað eða þar sem við á.

 Umgengni lýsir innri manni !

 

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 84
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 756
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 583968
Samtals gestir: 66403
Tölur uppfærðar: 16.10.2024 05:06:58