Móttaka hópa

Verð og fyrirkomulag á móttökum fyrir hópa hjá okkur á skotsvæði Ósmanns fyrir árið 2023 

pr. einstakling.

 

Skólahópar                 2.900,-

Almenn móttaka         3.200,-

Viðhafnar mótttaka     Hafa samband.

Grunnpakkinn er fræðsla, 5 riffilskot, 3 örvar úr boga og 3 skot úr haglabyssu. Þetta prógramm tekur um það bil 1 klst. og 30 mín. í rennsli. Leiðbeinendur eru jafnan ekki færri en 3-5 á svæðinu hverju sinni..Stærð hópa ræður þar um..

Í viðhafnarmóttöku er svo afhent áletruð haglapatróna með „skoti“ í handa hverjum og einum  með serimoníu og viðhöfn. Í almennum- og viðhafnarmóttökum er ávallt heitt á könnunni eins og fólk vill, einnig er hægt að njóta eigin veitinga í aðstöðuhúsi að leik loknum.

Fyrir skólahópa er grunnpakkinn sá sami, nema ekki er boðið upp á kaffi.

Æskilegt er að hópar séu ekki minni en 10-15 manns, en ef svo er áskiljum við okkur rétt til að fækka leiðbeinendum.

 

Af gefnu tilefni varðandi mótöku skólahópa  minnum við á að samkvæmt 12. grein reglugerðar nr. 787 frá 1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. byggðri á vopnalögum nr. 16 frá 25. mars 1998, þá er okkur þetta heimilt að uppfylltum  settum skilyrðum.
ATH. skriflegt leyfi forráðamanns.

„12. gr.

Skotfimi yngri flokka.

Lögreglustjóra er heimilt að veita viðurkenndu skotfélagi leyfi til æfinga og keppni í yngri flokki (15-20 ára), enda tilnefni félagið sérstaka leiðbeinendur sem ábyrgð beri ásamt stjórn félagsins á viðkomandi flokki. Leiðbeinandi skal vera handhafi leyfis fyrir samskonar vopni og hann leiðbeinir um notkun á.”

 

Félag okkar er viðurkennt skotfélag með öll tilskilin leyfi til umræddrar starfsemi og reksturs, hvort sem er frá lögreglu, heilbrigðis- eða skipulagseftirliti. Allir okkar leiðbeinendur eru með minnst B skotvopnaréttindi auk annara námskeiða, meðal annars í fyrstu hjálp.

 Þessir aðilar eru allir skráðir og viðurkenndir sem leiðbeinendur af yfirvöldum. Öll okkar starfsemi fer fram með fullri vitneskju og samþykki  yfirvalda.

 

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 307
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 278856
Samtals gestir: 39023
Tölur uppfærðar: 9.12.2023 02:48:27