Byssusýning Veiðisafnsins
Nokkrir félagar hafa hug á að bregða sér á Byssusýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri helgina 6-7 febrúar, og er þá frekar horft á sunnudaginn 7.
Í boði gæti verið pakki sem kallst Safnið og súpa, sem er þá humarsúpa á Fjöruborðinu sem er líka á Stokkseyri,
sem aðalréttur með brauði og aðgangur að safninu fyrir kr 2600.- á mannin.
Það er spurning ef áhugi væri fyrir hendi og nægur fjöldi næðist að athuga með hópferðabíl, nú eða ef menn vildu frekar reyna að safnast saman í einkabíla og deila eldsneytiskostnaði.
Okkur þætti gott að fá að heyra í ykkur fljótlega (þe. Seinnipart næstu viku) hvort áhugi sé fyrir hendi og hvor ferðamátinn yrði fyrir valinu, og ef einkabíllinn yrði valin hvort menn vildu leggja til bíl til fararinnar. Nú eins ef að menn vildu frekar fara á laugardaginn og kíkja þá kænski í Hlað eða Ellingsen í leiðinni Best væri að þið senduð okkur póst á annaðhvort:
[email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Jón
eða
[email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Indriði
Kveðja
Strákarnir í Skemmtinefndinni
Jón og Indriði
|