Færslur: 2010 Apríl

19.04.2010 13:04

SKAGAFJÖRÐUR 2010 - Lífsins gæði og gleði    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 19. Apríl 2010 13:04

Skotfélagið Ósmann verður á sýningunni laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. með bás,

Hvetjum alla til að mæta og kíkja á okkur.

Helgina 24.-25. apríl nk. stendur mikið til í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en þá verður haldin atvinnu-, mannlífs- og menningarsýningin „Skagafjörður 2010 - lífsins gæði og gleði".

Sýningin er haldin af Sveitarfélaginu Skagafirði í samstarfi við Skagafjarðarhraðlestina.

Á sýningunni munu tæplega 100 sýnendur í ríflega 70 sýningarplássum troðfylla húsið og kynna allt það sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í fjölbreyttu vöruúrvali, þjónustu, menningu og félagsstarfi.

 

Ladies International Grand Prix mót    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Sunnudagur, 18. Apríl 2010 12:40

Haldið verður Ladies International Grand Prix mót á Skotsvæði SR í september næstkomandi.

Af þessu tilefni viljum við hjá Skotfélaginu Ósmann bjóða þeim Konum sem hafa skráð sig til

keppni að skjóta frítt, mæti þær með sin eigin skot. Og öllum öðrum konum að skjóta á sama

verði og félagsmenn fram að móti.

http://www.ladiesgrandprix.com/index.htm

Skotfélagið Ósmann

 

Námskeið í umhirðu skotvopna    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Fimmtudagur, 15. Apríl 2010 11:21

Haldið var námskeið í umhirðu skotvopna þó einkum riffla Föstudaginn 9. apríl síðastliðinn

Á námskeiðið mættu 13 manns. Var það álit flestra sem mættu að vel hafi tekist til og að langflestir ef ekki allir hafi verið á rangri braut þegar kemur að hreinsun og öðru, þó nokkuð margir af þeim sem komu hafa verið að þessu í mörg ár og það kom þeim margt á óvart varðandi hreinsun ofl.

Tel ég svona námskeið vera skyldunámskeið fyrir alla þá sem eiga skotvopna þó að menn telji sig vera gera rétt og vita alla hluti en þarna kom greinilega í ljós að svo er ekki.

Fyrir hönd skemmtinefndar þakka ég öllum sem sáu sér fært að mæta.

Kv

Indriði

 

 

Námskeið í Umhirðu Skotvopna:    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Föstudagur, 26. Mars 2010 18:55

Að öllu óbreyttu þá er áætlað er að halda námskeið í umhirðu skotvopna þó einkum riffla föstudaginn 9. apríl, helgina eftir páska fyrir félagsmenn.

Tímasetning er ekki orðin klár, er áætluð seinni partinn eða staðsetning og mun verða haft samband við þá sem skrá sig með nánari upplýsingar og líka ef einhver breyting verður.

Nú þegar hafa nokkrir skráð sig og eru nokkur sæti laus

Skráning stendur til og með Mánudeginum 29 Mars 2010

Áhugasamir vinsamlegast hafa samband við Indriða [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Fyrir hönd skemmtinefndarinnar

Indriði

Félagsmenn Athugið

Næsti félagsfundur verður haldin 12. Apríl kl 19.30 í húsi Rauða Krossins

 

Fréttir af starfinu    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Föstudagur, 12. Mars 2010 17:39

Sælir félagar.

Hérna koma smá fréttir af félgasstarfinu og það sem er framundan.

Það var vösk sveit manna sem fór á Byssusýninguna á Stokkseyri 6-7 Febrúar síðast liðinn og var það dómur manna að vel hafi tekist til með ferðina, fyrst fengið sér úrvals humarsúpa á Humarhúsinu og svo farið á sýningu.

Árið byrjar vel hjá okkur með heimsóknir nú þegar hafa nokkrir hópar komið og nokkrir hópar þegar búnir að bóka.

Hugmyndir eru um það haldin verði námskeið þegar nær dregur vori: Umhirða skotvopna og jafnvel hleðslunámskeið ef að nægur fjöldi næst.

Áhugasamir endilega hafið samband við Indriða [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða

Jón [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Stefnt er að viðburðir sumarsins verði svipaðir og síðasta sumar.

Kv

Indriði

 

  • 1

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 756
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 584076
Samtals gestir: 66408
Tölur uppfærðar: 16.10.2024 07:16:55