Færslur: 2013 Júní

30.06.2013 20:26

Sportvík á staðnum.

Mánudaginn  1 Júlí  var  Sportvík með vörukynningu  á skotvelli Ósmanns,  takk fyrir komuna

 

05.06.2013 23:03

Vegna Hreindýraskotprófa.

Af gefnu tilefni til próftaka í hreindýra skotprófum.

Til að forðast allt þras og misskilning þá eru eftirfarandi bein fyrirmæli um gjaldtöku til framkvæmdaraðila skotprófa frá Umhverfisstofnun og því er það ekki í okkar höndum að ákvarða um þetta eða veita eh. afslætti frá gjaldskrá UST. Séu menn ekki sáttir við þetta fyrirkomulag mælumst við til að viðkomandi tjái sig um það við UST en ekki við fulltrúa framkvæmdaaðila.
 
Fyrir hönd Skotfélagsins Ósmanns.
Jón Kristjánsson: Varaformaður & Prófdómari.
 
Til prófdómara og skotfélaga frá UST.
 
Varðandi gjaldið þá ber svolítið á önugheitum framkvæmdaraðila út í skilning Skotvís á innheimtu gjaldsins. Skotvís er ekki aðili að framkvæmd skotprófana en hefur að því er virðist litið á skotprófið sem vettvang til þess að afla nýrra félaga. Skotvís hefur á heimasíðu sinni látið að því liggja að framkvæmdaraðilum skotprófa sé í sjálfsvald sett hvað þeir innheimta fyrir skotprófið og að gjaldskrá Umhverfisstofnunar sé hámarksgjald. Þetta er ekki rétt. Um er að ræða opinbera gjaldskrá. Ennfremur hefur Skotvís séð ástæðu til að vísa í samtöl við starfsmenn Umhverfisstofnunar þar sem látið er að því liggja að Umhverfisstofnun hafi staðfest þennan skilning Skotvís. Framsetning greinaskrifa Skotvís gefur tilefni til misskilnings um það hvernig framkvæmdaraðilum sé heimilt að haga sinni innheimtu. Rétt er að á fundum Umhverfisstofnunar og Skotvís kom fram að það kemur Umhverfisstofnun ekki við hvernig framkvæmdaraðilar ráðstafa sínu gjaldi. Ekki frekar en að það komi Umhverfisstofnun við hvernig undirritaður ráðstafar sínum launum. Undantekningarlaust skal hinsvegar innheimta gjaldið sem er ekki minna og ekki meira en kr. 4.500 og gefa út kvittun fyrir 4.500 kr sé þess krafist og ljóst er að ef framkvæmdaraðilar fara ekki eftir gjaldskrá Umhverfisstofnunar og gefa afslátt af skotprófinu er líklegt að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag og færa innheimtu gjaldsins í hendur Umhverfisstofnunar. Til þess að fyrirbyggja allan misskiling þá eiga framkvæmdaraðilar undantekningalaust að innheimta kr. 4.500  fyrir hvert skotpróf. Hvernig þessum tekjum er ráðstafað er einkamál hvers og eins. Það að flækja málið með loðnum og beinlínis röngum tilkynningum gerir engum gagn. Umhverfisstofnun hefur ekki borist kvörtun frá neinum af þeim 22 framkvæmdaraðilum sem hafa umsjón með prófinu varðandi þennan skilning á innheimtu gjaldsins. Einungis Skotvís. Ef Umhverfisstofnun berst ábending um að einhver framkvæmdaraðila sé ekki að innheimta samkvæmt gjaldskrá þarf að skoða málið. 

Einar Guðmann  Umhverfisstofnun

  • 1

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 612
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 527
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 556301
Samtals gestir: 64609
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 16:52:50