21.06.2021 12:19

Afmælisgjöf Skotfélagsins Ósmanns til félagsmanna

á 30 ára tímamótum.Trappvél til notkunar.

Göngum vel um vélina.

 

 

06.06.2021 18:38

 

Þá er byrjað að virkja  fyrir hita í vetur.

Og gamla aðstaðan við Skett völlinn fær sömu meðhöndlun..

 

 

 

08.05.2021 01:08

Skotfélagið Ósmann fagnar í dag 8. maí  30 ára afmæli sínu. Félagið hefur haldið uppá stórafmæli með einhverjum viðburði fram að þessu, en hefur ákveðið að taka hægt og hljótt á tímamótunum núna.
Stærsti hluti starfseminnar í dag er rekstur skotvallarins og að gera góða aðstöðu betri fyrir alla félagsmenn, því að starfsemin snýst að langmestu leiti um þá.
Félagið hefur yfir að ráða skeet - og trap velli ásamt 200 metra riffilbraut.
Aðstaða fyrir bogfimi er einnig til staðar. Félags-og kennsluhús er mjög gott og riffilhús með skotborðum og opnanlegum skotlúgum/gluggum.
Skotvöllurinn félagsins er að opinn fyrir alla sem hug hafa á að notfæra sér hann, enda mjög algengt að þeir sem leið eiga um Skagafjörð hafi samband varðandi afnot að aðstöðunni.
Skotvöllur Ósmanns er rós í hnappagat Skagafjarðar þegar horft er til þess hvað samfélgið hér býður uppá varðandi afþreyingu.
Móttaka á skólahópum hefur til fjölda ára verið stór þáttur í starfsemi félagsins.
Á því sviði var félagið frumkvöðull sem eftir var tekið og markaði braut sem vonandi fleiri félög fara inná. Þar höfum við kynnt skotveiðar og skotíþróttir fyrir unga fólkinu sem munu erfa landið.
Þetta starf félagsins hefur nú þegar skilað sér varðandi aukna nýliðun í þessu sporti og örugglega í ábyrgari og öruggari meðferð þeirra tækja sem notuð eru til veiða og í íþróttaskotfimi.

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 1277
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 1118
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 633193
Samtals gestir: 70903
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:59:38