10.10.2013 17:58

Hætt við Villibráðakvöld.


 

Sælir félagar.
Ákveðið er vegna dræmrar aðsóknar á Villibráðakvöld Ósmann 2013 að slá það af. Okkur þykir það miður að þurfa að hætta við, en forsendur sem lágu fyrir ganga ekki upp
Kv Villibráðanefndin.
 

06.10.2013 16:43

Félagsfundur.

Sælir ágætu félagsmenn.

Minnum á félagsfund á morgun 06.10.13 í Rauðakrosshúsinu kl. 19.30


Kveðja frá stjórn.

27.09.2013 13:57

Umhverfisviðurkenning.

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa nú verið veittar í níunda sinn, en þær eru veittar í samstarfi við  Soroptimistaklúbb Skagafjarðar. Farnar eru tvær ferðir yfir sumarið um allt sveitarfélagið, bæði dreifbýli og þéttbýli og auglýst eftir tillögum frá almenningi.  Afhendingin fór fram í Húsi frítímans í gær og voru viðurkenningar veittar í sjö flokkum að þessu sinni.

Í tilkynningu frá Soroptimistaklúbbnum segir að að loknum skoðunarferðum er valið úr hópi  tilnefninga í samráði við garðyrkjustjóra Sveitarfélagsins. Lögð sé áhersla á að vanda val á þeim sem umhverfisviðurkenningarnar hljóta því margt hefur gott verið gert í þeim efnum.

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013 fengu:

·         Syðra-Skörðugil fyrir snyrtilegasta sveitabýlið með hefðbundnum búskap. Þar búa Sólborg Una Pálsdóttir og Einar Eðvald Einarsson.

·         Lindabær fyrir snyrtilegasta sveitabýlið án hefðbundins búskapar. Þar búa Helga Stefánsdóttir og Sigmar Jóhannsson.

·         Skagfirðingabraut 11 á Sauðárkróki fyrir snyrtilegustu lóðina í þéttbýli. Þar búa Halla Rögnvaldsdóttir og Haukur Steingrímsson.

·         Sauðárkróksbakarí fyrir snyrtilegasta umhverfi fyrirtækis

·         Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki fyrir snyrtilegasta umhverfi stofnunar.

·         Skotfélagið Ósmann sem einstakt framtak.

·         Smáragrund á Sauðárkróki fyrir snyrtilegustu götuna í þéttbýli.

 

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 655
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 372788
Samtals gestir: 47786
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 00:45:47