03.08.2013 18:30

Ekki góð umgengni í riffilbraut.

Varaformaðurinn var ekki par ánægður með þá sem voru að skjóta í riffilbrautinni  í þessari viku, saman ber meðfylgjandi myndir,

menn þurfa aðeins að hugsa áður en þeir framkvæma, og reyna að skemma ekki það sem gert  samanber merkingar á skotböttum, og

sveiflunar fyrir ,22 rifflana þær eru bara fyrir 22 long riffilskot  og ekkert annað. Vonandi þarf ekki að grípa til takmarkana á aðgangi,

en myndirnar tala sínu máli.

Þetta er sveifla fyrir 22 LR.

þetta er lengdarmerking,  ekki til að festa skotmörk á.
Það hefði verið hægt að koma spjaldinu millimetir nær battamerkinguni.

 

Bakstoppið  grjóthnullungur og rörin fyrir rafmagnskapala

29.07.2013 22:48

Sjálfboðaliða vantar í vinnu.

Nokkrir félagar ætla að vera við vinnu á Skotsvæði Ósmanns um verslunarmannahelgina, ef menn ætla ekki að leggja land undir fót og vera heima við eru allar hendur vel þegnar, næg eru verkefnin. Stefnt er á að vera að alla dagana frá ca. 10.00 og fram eftir degi. Aldrei að vita nema eh. endi á grillinu í lok dags þannig að það væri gott að vita af því ef menn sjá sér fært að vera með okkur.
kv.
Jón Kristjánsson
[email protected]

16.07.2013 15:24

Veiðirifflakvöld var haldið 18 júlí 2013.

 Sex skyttur mættu og reyndu við ímis skotmörk úr hinum og þessum stellingum, 3 áhorfendum og sjálfum sér til ómældrar skemmtunar

Viðburðanefndin þakkar öllum fyrir komuna.

 

 

 

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 1064
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 509121
Samtals gestir: 60502
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 15:21:31